Heitt og einangrun eða öllu heldur skortur á einangrun. Og Liverpool.

 Afskaplega heitt hérna í dag og reyndar í gær líka. Hitinn er búinn að toppa 30 gráðurnar þó nokkuð sinnum upp á síðkastið. 

Við búum í rúmlega 70 ára gömlu húsi og okkur grunar að það hafi hreinlega gleymst að einangra tvö svefnherbergi í húsinu. Okkar svefnherbergi og herbergið hans Krumma. Þegar við bönkum á útveggina er sama tómahljóðið og í höfði fyrrum forseta bandaríkja Norður Ameríku. Okkur langar afskaplega að finna lausn á þessu, en þorum ekki fyrir okkar litla líf að hleypa iðnaðarmanni inn fyrir þröskuldinn. Það gæti orðið dýrt. Fengum pípara í heimsókn í fyrra og það var ekki nein gleði af þeim reikningi og áfram var kalt. 

Planið er því að spjalla við Gunnlaug í eyjum og fá ráð hvernig maður ber af sér kuldann og finnur innri gleði. 

Að öðru leyti er að að frétta að Magnea er kominn á dagvagtir, sem þýðir að fjölskyldulíf verður nú eðlilegt, hvað svo sem eðlilegt er. Afskaplega gott að við erum tvö hérna á kvöldin alla daga núna. Áður var Magnea á kvöldvöktum 14 daga í mánuði og það var nú orðið ansi leiðinlegt. En nú höfum við meiri tíma saman öll alla seinniparta og bara gott með það.

Liverpool hefur átt velgegni að fagna síðustu ár. 19. titillinn kom í Covid og flott annað sæti síðustu tvö árin. Allan þennan tíma hef ég varla séð liðið spila. Ég hef ekki tímt að kaupa áskrift og svo eru leikirnir komnir á svo margar rásir að það er auðveldara að muna pí með 1000 aukastöfum en á hvaða rás næsti leikur fer fram. 

Ég ákvað sem sagt að nú væri nóg komið. Nú ætla ég að vera með í fagna mínum félögum í Lifrarpollinum. Áskrift keypt og liðið hefur ekki spilað verr síðan fyrir Covid. Held að það sé einhver bölvun hérna.

kveðja í bili,


Arnar 

Ummæli

Helgi sagði…
Aldrei of seint að skipta yfir í Tottenham!
Guðlaugur heitir hann Eyjapeyinn knái, sem við gistum hjá um árið í Eyjum. Hann hefur löngum verið dálítið einangraður...!
Gaman að lesa, nú er að halda dampi...
Nafnlaus sagði…
Hvenær kemur næsta blogg??
kv Munda
Helgi sagði…
Vísa í spurningu frú Guðmundu.
Arnar Thor sagði…
Næsta blogg kemur í dag!!!! 25.01.2023 á sama degi og seðlabanki Búlgaríu var stofnaður 1879, ef ég man rétt. Reyndar líka á sama degi og Edison og Bell stofnuðu Oriental símafyrirtækið...og gott ef ekki Vetrarólympíuleikarnir í Frönsku ölpunum árið 1924 hafi einnig hafist 25. janúar. Gregory páfi hinn fjórði dó á þessum degi árið 844. Hann varð nú ekki nema 49 ára þegar hann fór til Nangijala...

Vinsælar færslur